Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 764  —  445. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Er vilji heimamanna ljós varðandi áform um friðlýsingu og stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum sem birtust í greinargerð Umhverfisstofnunar 5. nóvember 2020? Ef vilji heimamanna hefur ekki verið kannaður, verður það gert?
     2.      Er að mati ráðherra ástæða til að endurskoða áætlunina þannig að Hrafnseyrarhluti væntanlegs garðs og Dynjandishlutinn verði samhangandi, þó að Mjólkárvirkjun verði innan garðsins?
     3.      Hvenær áætlar ráðherra að af stofnun þjóðgarðs geti orðið ef áformin ganga eftir?
     4.      Verður gert nýtt aðalskipulag fyrir Vesturbyggð sem tekur tillit til væntanlegs þjóðgarðs í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir honum í gildandi aðalskipulagi?
     5.      Hafa aðrir staðir innan væntanlegs þjóðgarðs verið skoðaðir sem staðsetning fyrir gestastofu þjóðgarðsins en þeir sem fjallað er um í lýsingu Umhverfisstofnunar, t.d. Flókalundur og Mjólkárvirkjun?
     6.      Hvaða áhrif hafa bættar vegasamgöngur um Gufudalssveit og Dynjandisheiði og líkleg fækkun ferjuferða um Breiðafjörð á fyrirhugaðan þjóðgarð?


Skriflegt svar óskast.