Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 765  —  446. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um endurgreiðslu virðisaukaskatts og flokkun bifreiða.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða bifreiðar teljast fólksbifreiðar í skilningi og framkvæmd reglugerðar nr. 690/2020, um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna, sbr. reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja?
     2.      Getur bifreið flokkast bæði sem vörubifreið samkvæmt lið 01.14 í reglugerð nr. 822/2004 og sem fólksbifreið og þannig fallið undir ákvæði reglugerðar 690/2020 um endurgreiðslu virðisaukaskatts uppfylli hún skilyrði reglugerðarinnar að öðru leyti? Ef svo er ekki, hvers vegna ekki?


Skriflegt svar óskast.