Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 766  —  447. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um viðbragðstíma almannavarna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Eru samræmdir staðlar um allt land um kröfur sem húsnæði aðila almannavarna þarf að uppfylla til þess að tryggja sem bestan viðbragðstíma?
     2.      Hvernig er gæðavottun á húsnæði slökkviliða háttað og hverjir standa að henni?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að viðbragðsaðilar almannavarna komi sér upp stöðluðu fyrirkomulagi sem tryggir að þeir geti brugðist samstundis við neyðartilfellum, til að koma megi í veg fyrir tilfelli eins og þegar rafmagnsleysi af völdum eldsvoða í Glerárskóla á Akureyri tafði fyrir slökkviliðinu?


Skriflegt svar óskast.