Ferill 292. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 774  —  292. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Á sl. árum hefur verið starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu og meðfylgjandi er tafla sem sýnir árlegan launakostnað á tímabilinu 2010–2019 með og án launatengdra gjalda. Að auki fellur til ýmis starfstengdur kostnaður í starfi upplýsingafulltrúa sem og annarra starfsmanna ráðuneytisins en hann er að mestu leyti ekki aðgreindur í bókhaldi ráðuneytisins niður á einstaka starfsmenn. Starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins felst m.a. í umsjón með öllu kynningarstarfi, umsjón með samskiptum við fjölmiðla, vefstjórn á heimasíðu og samfélagsmiðlum, tengiliður við frjáls félagasamtök, umsjón með viðburðum og einstökum styrktarverkefnum ásamt þátttöku í alþjóðlegu samstarfi norrænna upplýsingafulltrúa.

Ár Heildarlaun Heildarlaun með launat. gjöldum
2019 10.790.607 13.257.739
2018 10.258.560 12.637.989
2017 9.486.508 11.686.862
2016 8.955.739 11.057.262
2015 8.155.963 10.109.403
2014 7.358.761 9.126.100
2013 6.690.854 8.301.865
2012 6.472.169 8.026.669
2011 5.434.605 6.654.237
2010 5.449.344 6.662.339

     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Á eftirtöldum stofnunum eru ekki starfandi upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar en í þessum stofnunum er það forstöðumaður eða framkvæmdastjóri ásamt öðrum stjórnendum og starfsmönnum sem sjá um samskipti við hagaðila og fjölmiðla, gerð kynningarefnis og uppfærslu og miðlun þess á vef stofnunar og á samfélagsmiðlum:
    Landgræðslan, Landmælingar Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Skipulagsstofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Úrvinnslusjóður, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
    Veðurstofa Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, Umhverfisstofnun og Skógræktin hafa á sl. árum haft starfandi upplýsingafulltrúa og meðfylgjandi eru töflur sem sýna árlegan launakostnað á tímabilinu 2010–2019 með og án launatengdra gjalda. Að auki fellur til ýmis starfstengdur kostnaður í starfi upplýsingafulltrúa þessara stofnana sem og annarra starfsmanna þeirra en hann er að mestu leyti ekki aðgreindur í bókhaldi stofnana niður á einstaka starfsmenn.

Veðurstofa Íslands
Ár Heildarlaun Heildarlaun með launat. gjöldum
2019 12.515.367 15.382.822
2018 10.854.673 13.357.518
2017 7.468.538 9.200.914
2016 7.226.563 8.922.650
2015 6.545.297 8.113.947
2014 6.477.871 8.028.873
2013 5.805.504 7.204.200
2012 5.197.157 6.445.747
2011 4.964.709 6.190.168
2010 5.140.436 6.400.086

Íslenskar orkurannsóknir
Ár Heildarlaun Heildarlaun með launat. gjöldum
2019 7.967.435 9.783.754
2018 7.677.073 9.448.940
2017 7.782.335 9.573.659
2016 7.509.794 9.246.886
2015 6.945.722 8.603.511
2014 6.278.083 7.781.432
2013 6.069.144 7.529.314
2012 5.510.387 6.828.202
2011 5.482.293 6.823.235
2010 4.850.745 6.029.611

Umhverfisstofnun
Ár Heildarlaun Heildarlaun með launat. gjöldum
2019 9.723.061 11.697.593
2018 9.195.583 11.015.921
2017 8.248.899 10.006.984
2016 8.081.689 9.970.435
2015 7.774.093 9.527.522
2014 7.928.838 9.823.220
2013 6.895.732 8.548.858
2012 6.331.437 7.845.089
2011 4.749.448 5.908.614
2010 5.509.462 6.850.646

Skógræktin
Ár Heildarlaun Heildarlaun með launat. gjöldum
2019 7.757.933 9.513.698
2018 7.299.626 8.975.805
2017 7.029.762 8.645.570
2016 10.065.134 12.534.025
2015 12.660.455 15.697.511
2014 9.067.858 11.248.733
2013 5.073.728 6.296.653
2012 5.213.079 6.466.878
2011 4.604.129 5.739.911
2010 6.487.808 7.604.135