Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 782  —  461. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um mötuneyti ríkisins.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mörg mötuneyti eru starfrækt á vegum ríkisins og hver er áætlaður fjöldi máltíða sem þessi mötuneyti afgreiða á ársgrundvelli? Óskað er sundurgreiningar eftir því hvort aðilar reka eigið eldhús eða kaupa þjónustu að.
     2.      Hvert er áætlað kolefnisspor af mötuneytum ríkisins og hversu stór hluti þess er vegna
                  a.      framleiðslu matvæla, og þar af hversu mikið vegna framleiðslu á kjöti og öðrum dýraafurðum,
                  b.      flutninga á matvælum, og
                  c.      matarsóunar?
     3.      Hvernig er unnið að því að draga úr kolefnisspori af mötuneytum ríkisins og hvernig eru slíkar aðgerðir tengdar vinnu við aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum?
     4.      Hvernig hefur hlutfall matvæla sem uppfylla vistvæn skilyrði þróast undanfarin ár hjá mötuneytunum?
     5.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að auka áherslu á fæði úr jurtaríkinu og draga úr neyslu á kjöti, sbr. markmið innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila þess efnis að framreiddur matur í mötuneytum ríkisaðila sé í samræmi við ráðleggingar embættis landlæknis?
     6.      Hvaða stefnu er fylgt með tilliti til framboðs á grænkerafæði? Kemur til álita að öll mötuneyti yfir ákveðinni stærð bjóði daglega upp á grænkeravalkost eða að ákveðinn hluta daga verði eingöngu grænkerafæði í boði?


Skriflegt svar óskast.