Ferill 467. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 788  —  467. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um átröskunarteymi.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig þróaðist umfang starfsemi átröskunarteymis Landspítalans á undanförnum fimm árum? Óskað er að m.a. komi fram fyrir hvert ár hver var
       a.      fjöldi einstaklinga sem nýtti sér þjónustuna,
       b.      meðalfjöldi einstaklinga í bið eftir þjónustu og
       c.      biðtími að meðaltali.
        Þess er óskað að upplýsingarnar séu greindar eftir kyni, því hvort um var að ræða börn eða fullorðna og hvort þjónusta hafi verið veitt á dag- eða göngudeild. Jafnframt er óskað upplýsinga um hversu oft hafi þurft að grípa til innlagnar og hve lengi að meðaltali.
     2.      Hvernig hefur fjárveiting til átröskunarteymis, fjöldi starfsfólks og stöðugildi þróast á sama tíma?
     3.      Hver hefur starfsmannavelta í átröskunarteyminu verið samanborið við sambærileg svið innan Landspítala?
     4.      Hverjar eru helstu ástæður þess að bið eftir þjónustu átröskunarteymis hefur lengst á undanförnum misserum? Hvernig hyggst ráðherra bregðast við til að stytta þá bið og treysta grundvöll undir starfsemina til framtíðar?
     5.      Hvaða rök voru fyrir því að loka dagdeild átröskunarteymisins? Eru áform uppi um að opna hana aftur?
     6.      Telur ráðherra ástæðu til að móta heildstæðari stefnu í meðferð við átröskun, þar sem m.a. væri tekið til skoðunar að starfrækja átröskunarteymi víðar en við Landspítala og kannaður yrði möguleiki á því að starfrækja meðferðarheimili fyrir átröskunarsjúklinga?


Skriflegt svar óskast.