Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 798  —  474. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um dánarbú.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Til hvaða aðila innan opinberrar stjórnsýslu þurfa dánarbú að leita frá andláti einstaklings þangað til dánarbúi hefur verið skipt?
     2.      Hver er meðalbiðtími dánarbúa eftir afgreiðslu hvers stjórnsýsluaðila?
     3.      Finnst ráðherra eðlilegt að lán sem falla á dánarbú safni vöxtum á meðan beðið er eftir afgreiðslu mála hjá stjórnsýslunni? Ættu viðkomandi stjórnsýsluaðilar frekar að greiða þá vexti?


Skriflegt svar óskast.