Ferill 476. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 803  —  476. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um skráningu hagsmunavarða.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hefur skrá yfir tilkynningar um hagsmunaverði verið birt á vef Stjórnarráðsins skv. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, sem tóku gildi 1. janúar 2021? Ef svo er ekki, hvenær má búast við að slík skrá verði birt og hvað hefur tafið birtingu?
     2.      Hverjir hafa verið tilkynntir sem hagsmunaverðir skv. 3. mgr. 4. gr. fyrrgreindra laga frá gildistöku laganna?
     3.      Hversu oft hafa stjórnvöld átt samskipti við hagsmunaverði frá 1. janúar 2021 og hversu mörg slík tilvik hafa verið skráð skv. 2. mgr. 4. gr. fyrrgreindra laga?


Skriflegt svar óskast.