Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 810  —  481. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kostnað við alþjóðlega vernd.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hversu margar umsóknir um alþjóðlega vernd voru samþykktar hér á landi árlega á tímabilinu 2018–2020 og hversu mörgum var hafnað árlega á sama tímabili?
     2.      Hver var árlegur heildarkostnaður ríkissjóðs á þessu tímabili vegna umsækjenda:
                  a.      eftir að umsókn var samþykkt,
                  b.      eftir að umsókn var hafnað?
     3.      Hver var árlegur kostnaður sveitarfélaganna eftir að umsókn var samþykkt?
     4.      Hversu margar umsóknir um alþjóðlega vernd voru samþykktar á umræddu tímabili vegna umsækjenda sem voru á sakaskrá hérlendis eða erlendis?
    Í 2. og 3. lið er ekki óskað eftir upplýsingum um kostnað meðan á biðtíma eftir afgreiðslu umsóknar stendur.


Skriflegt svar óskast.