Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 813  —  484. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um þróunarsamvinnu.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Gæti, að mati ráðherra, komið til greina að auka umsvif og fjárveitingar til þróunarsamvinnu með því að efna til samvinnu um vöktun og viðbrögð við náttúruvá, einkum eldvirkni og jarðskjálftum, við ríki sem þess óska?
     2.      Telur ráðherra gerlegt og æskilegt að koma á fót fimmta skólanum á vegum Sameinuðu þjóðanna hérlendis; skóla sem leiðbeindi um nýsköpun í matvæla-, fæðubótar- og líftækniiðnaði?