Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 835  —  56. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um samvinnufélög, lögum um einkahlutafélög,
lögum um hlutafélög og lögum um sameignarfélög
(viðurlög vegna hlutfalls kynja í stjórn).


(Eftir 2. umræðu, 2. febrúar.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, með síðari breytingum.
1. gr.

    Við 77. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Samvinnufélagaskrá getur lagt dagsektir á samvinnufélag sem fer ekki að ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 27. gr. Greiðast dagsektirnar þangað til samvinnufélag tilkynnir samvinnufélagaskrá að hlutfall kvenna og karla í stjórn félagsins sé ekki lægra en 40%. Dagsektir geta numið frá 10.000 kr. til 100.000 kr. á dag og er heimilt að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri tilkynningarskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika félags. Dagsektir skulu ákveðnar með úrskurði ríkisskattstjóra. Nú vill félag ekki una ákvörðun samkvæmt ákvæði þessu og getur það þá höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá því að félagi var tilkynnt um ákvörðunina. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt félag verði síðar við kröfum ríkisskattstjóra nema ríkisskattstjóri samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra með úrskurði. Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar. Innheimtar dagsektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.

II. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.
2. gr.

    Við 126. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Hlutafélagaskrá getur lagt dagsektir á einkahlutafélag sem fer ekki að ákvæði 3. og 4. málsl. 1. mgr. 39. gr. Greiðast dagsektirnar þangað til einkahlutafélag tilkynnir hlutafélagaskrá að hlutfall kvenna og karla í stjórn félagsins sé ekki lægra en 40%. Dagsektir geta numið frá 10.000 kr. til 100.000 kr. á dag og er heimilt að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri tilkynningarskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika félags. Dagsektir skulu ákveðnar með úrskurði ríkisskattstjóra. Nú vill félag ekki una ákvörðun samkvæmt ákvæði þessu og getur það þá höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá því að félagi var tilkynnt um ákvörðunina. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt félag verði síðar við kröfum ríkisskattstjóra nema ríkisskattstjóri samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra með úrskurði. Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar. Innheimtar dagsektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.

III. KAFLI
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.
3. gr.

    Við 152. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Hlutafélagaskrá getur lagt dagsektir á hlutafélag sem fer ekki að ákvæði 2. og 3. málsl. 1. mgr. 63. gr. Greiðast dagsektirnar þangað til hlutafélag tilkynnir hlutafélagaskrá að hlutfall kvenna og karla í stjórn félagsins sé ekki lægra en 40%. Dagsektir geta numið frá 10.000 kr. til 100.000 kr. á dag og er heimilt að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri tilkynningarskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika félags. Dagsektir skulu ákveðnar með úrskurði ríkisskattstjóra. Nú vill félag ekki una ákvörðun samkvæmt ákvæði þessu og getur það þá höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá því að félagi var tilkynnt um ákvörðunina. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt félag verði síðar við kröfum ríkisskattstjóra nema ríkisskattstjóri samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra með úrskurði. Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar. Innheimtar dagsektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um sameignarfélög, nr. 50/2007, með síðari breytingum.
4. gr.

    Á eftir 51. gr. laganna kemur ný grein, 51. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Dagsektir.

    Firmaskrá getur lagt dagsektir á sameignarfélag sem fer ekki að ákvæði 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. Greiðast dagsektirnar þangað til sameignarfélag tilkynnir firmaskrá að hlutfall kvenna og karla í stjórn félagsins sé ekki lægra en 40%. Dagsektir geta numið frá 10.000 kr. til 100.000 kr. á dag og er heimilt að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri tilkynningarskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika félags. Dagsektir skulu ákveðnar með úrskurði ríkisskattstjóra. Nú vill félag ekki una ákvörðun samkvæmt ákvæði þessu og getur það þá höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá því að félagi var tilkynnt um ákvörðunina. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt félag verði síðar við kröfum ríkisskattstjóra nema ríkisskattstjóri samþykki lækkun eða niðurfellingu þeirra með úrskurði. Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar. Innheimtar dagsektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022.