Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 843  —  503. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um nám í garðyrkju og ylrækt.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Nú þegar fyrir liggur ákvörðun um að nám í garðyrkju og ylrækt verði vistað undir Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fagnám, hvaða skref þarf þá að taka á næstunni svo að nám og námsaðstaða uppfylli helstu skilyrði fullburða námsbrautar?
     2.      Hvernig þarf að byggja upp aðstöðu Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum til að húsnæði og tækjakostur teljist fullnægjandi svo að hluti náms í garðyrkju og ylrækt geti farið fram þar?