Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 844  —  466. mál.
Flutningsmenn.

1. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum (forseti Íslands, ríkisstjórn, verkefni framkvæmdarvalds, umhverfisvernd, auðlindir náttúru Íslands og íslensk tunga).

Frá Loga Einarssyni, Andrési Inga Jónssyni, Helga Hrafni Gunnarssyni, Ingu Sæland, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, Birni Leví Gunnarssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Jóni Þór Ólafssyni, Guðjóni S. Brjánssyni, Söru Elísu Þórðardóttur, Guðmundi Andra Thorssyni, Smára McCarthy, Helgu Völu Helgadóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Oddnýju G. Harðardóttur, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Guðmundi Inga Kristinssyni.


    Á eftir 22. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo:
    Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé frumvarpið samþykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni skal það staðfest af forseta lýðveldisins innan tveggja vikna og er þá gild stjórnarskipunarlög.

Greinargerð.

    Breytingartillaga þessi er lögð fram til að gera mögulegt að breyta stjórnarskránni án þingrofs og til að undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Því markmiði væri náð fram með því að lögfesta nýja leið til að breyta eða bæta við gildandi stjórnarskrá en slíkar breytingar væru ætíð bornar undir þjóðaratkvæði.