Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 857  —  511. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðtíma eftir sérfræðilæknum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu lengi þarf fólk að meðaltali að bíða þess að komast í skoðun hjá sérfræðilækni eftir að hafa verið vísað þangað? Svar óskast greint eftir sérgrein lækna og kyni sjúklinga.
     2.      Til hvaða aðgerða hefur eða hyggst ráðherra grípa til þess að stytta biðtíma eftir skoðun í þeim sérgreinum þar sem biðtími er yfir viðmiðunarmörkum embættis landlæknis um það sem getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu?
     3.      Hvernig er farið með eftirlit með viðmiðunarmörkum landlæknis í þeim sérgreinum þar sem ekki er kallað eftir upplýsingum um lengd biðtíma eftir viðtali?


Skriflegt svar óskast.