Ferill 513. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 860  —  513. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um gjöld fyrir rekstrar- og starfsleyfi fiskeldisstöðva.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hver eru gjöld fyrir rekstrar- og starfsleyfi fiskeldisstöðva?
     2.      Er þeim skipt upp í flokka? Ef svo er, eftir hvaða viðmiðum?
     3.      Er unnið að endurskoðun á leyfisgjöldum fyrir smærri fiskeldisstöðvar? Ef svo er, við hvaða stærðarflokka er miðað og hvenær má vænta niðurstöðu?


Skriflegt svar óskast.