Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 867  —  516. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning og sérkennslu í grunnskólum.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hversu margir sérkennarar eru starfandi í grunnskólum landsins og hversu margir þeirra koma beint að kennslu barna með sérþarfir? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og kyni sérkennara.
     2.      Hversu margir sérkennarar sinna ráðgjöf til kennara, nemenda og foreldra/forráðamanna?
     3.      Hversu margir stuðningsfulltrúar eru starfandi í grunnskólum landsins og hversu margir þeirra koma beint að stuðningi barna með sérþarfir? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og kyni stuðningsfulltrúa.
     4.      Hversu margir nemendur eru með sérþarfir? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og kyni nemenda.
     5.      Hverjir eru fimm algengustu flokkar sérþarfa nemenda? Svar óskast sundurliðað eftir kyni nemenda.


Skriflegt svar óskast.