Ferill 518. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 869  —  518. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samgönguúrbætur á norðanverðum Tröllaskaga.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða úrbætur á samgöngumannvirkjum og samgönguframkvæmdir telur ráðherra rétt að ráðast í, annars vegar til skemmri tíma og hins vegar lengri tíma, til að bæta samgöngur á norðanverðum Tröllaskaga og tryggja öruggar heilsárssamgöngur?
     2.      Hvenær telur ráðherra að ráðast eigi í varanlegar úrbætur með nýjum göngum á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar annars vegar og milli Fljóta og Siglufjarðar hins vegar?
     3.      Sér ráðherra aðra kosti fyrir sér í stöðunni?