Ferill 432. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 871  —  432. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19-faraldursins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu hátt hlutfall starfsmanna félagsmálaráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að hluta eða öllu leyti vegna COVID-19-faraldursins?

    Ráðuneytið hefur frá upphafi faraldursins fylgt þeim reglugerðum sem settar hafa verið af almannavörnum, sóttvarnalækni og landlækni um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar. Starfsmenn hafa verið hvattir til að vinna heima en þó hefur verið heimilt að koma í ráðuneytið ef þannig ber við en þó með þeim samkomutakmörkunum sem voru í gildi á hverjum tíma og með kröfum um viðeigandi sóttvarnir.
    Langstærstur hluti starfsmanna ráðuneytisins hefur verið í heimavinnu síðan faraldurinn hófst eða gróflega áætlað u.þ.b. 80% af starfsmannahópnum.