Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 872  —  520. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um viðbrögð við langvinnum heilsuvanda eftir COVID-19.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hefur ráðuneytið metið hversu margir Íslendingar séu mögulega að glíma við langvinnan heilsuvanda eftir COVID-19-smit?
     2.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið innan heilbrigðiskerfisins til að sinna þeim einstaklingum sem glíma við langvinnan heilsuvanda eftir COVID-19-smit?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að bregðast á einhvern hátt við til að tryggja stuðning við þennan hóp einstaklinga og tryggja réttindi þeirra innan heilbrigðiskerfis og á vinnumarkaði?
     4.      Hefur verið komið á skýru ferli til að tryggja að þessir einstaklingar fái upplýsingar um hvert þeir geta leitað innan heilbrigðiskerfisins til að fá aðstoð?