Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 873  —  521. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ferðakostnað vegna tannréttinga.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hver er ástæða þess að ekki er greiddur ferðakostnaður einstaklinga vegna allra tegunda tannréttinga?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að endurskoða reglugerð nr. 1140/2019, um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands, á þann hátt að þeir sem þurfa að fara til tannréttingasérfræðinga utan heimabyggðar fái ferðakostnað vegna hvers konar tannréttinga greiddan?
     3.      Telur ráðherra eðlilegt að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfi að greiða 2.935 kr. aukalega til að fá endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar frá Sjúkratryggingum?