Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 874  —  421. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um kynjahlutföll í stofnunum barnaverndar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver eru kynjahlutföll í stjórnsýslustofnunum barnaverndar, þar á meðal í yfirstjórn barnaverndarmála, Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndum og félagsþjónustu sveitarfélaga?
     2.      Eru í gildi jafnréttisáætlanir á þessu sviði? Hefur ráðherra áform um að setja slíkar áætlanir þar sem þær kynni að vanta?


    Kynjahlutföll hjá Barnaverndarstofu miðað við síðustu útborgun launa þann 1. janúar 2021 voru 65% konur og 35% karlar. Vert er að geta þess að hjá Barnaverndarstofu er í gildi jafnréttisáætlun fyrir árin 2020–2022.
    Félagsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kynjaskiptingu starfsmanna barnaverndarnefnda sem heyra undir sveitarfélög landsins. En hér má sjá kynjaskiptingu í barnaverndarnefndunum sjálfum:

Aðalmenn Varamenn
Nefnd Konur Karlar Konur Karlar
Barnavernd Reykjavíkur 80% 20% 60% 40%
Fjölskyldunefnd Seltjarnarness 40% 60% 40% 60%
Barnavernd Kópavogs 40% 60% 60% 40%
Fjölskylduráð Garðabæjar 60% 40% 40% 60%
Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar 100% 0% 75% 25%
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar 60% 40% 80% 20%
Félagsmálanefnd Grindavíkur 80% 20% 40% 60%
Fjölskyldu- og velferðarráð Suðurnesjabæjar og Voga 86% 14% 71% 29%
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar 60% 40% 60% 40%
Barnaverndarnefnd Akraneskaupstaðar 100% 0% 80% 20%
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala 60% 40% 60% 40%
Félagsmálanefnd Snæfellinga 100% 0% 60% 40%
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 80% 20% 60% 40%
Velferðarráð Vesturbyggðar og Tálknafjarðar 80% 20% 80% 20%
Barnaverndarnefnd Húnaþings vestra og Stranda 80% 20% 100% 0%
Barnaverndarnefnd Skagafjarðar 40% 60% 80% 20%
Félagsmálaráð Austur-Húnavatnssýslu 80% 20%
Barnaverndarnefnd ÚtEy 60% 40% 50% 50%
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar 60% 40% 60% 40%
Félags- og barnaverndarnefnd Þingeyinga 60% 40% 60% 40%
Fjölskylduráð Múlaþings 75% 25% 63% 38%
Barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar 40% 60% 60% 40%
Félagsmálanefnd Hornafjarðar 80% 20% 40% 60%
Félagsmálanefnd Árborgar 80% 20% 80% 20%
Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings 50% 50% 100% 0%
Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 100% 0% 100% 0%
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja 80% 20% 20% 80%

Aðalmenn      Varamenn
Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals
Allar 103 42 145 86 47 133
Hlutfall 71% 29% 65% 35%