Ferill 433. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 875  —  433. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19-faraldursins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu hátt hlutfall starfsmanna ráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að hluta eða öllu leyti vegna COVID-19-faraldursins?

    Stór hluti starfsmanna ráðuneytisins hefur haft aðstöðu til þess að sinna störfum sínum í fjarvinnu að hluta eða öllu leyti á tímum COVID-19-faraldursins. Þegar samkomutakmarkanir vegna sóttvarna hafa verið sem mestar hafa allt að 85% starfsmanna ráðuneytisins leyst störf sín af hendi í fjarvinnu. Þegar útbreiðsla smits og samkomutakmarkanir hafa verið minni hefur fjarvinnsla einnig verið nýtt með því að skipta niður viðveru starfsmanna til að draga úr samgangi á milli þeirra og gera þeim kleift að halda fjarlægðarmörk og tryggja skil á milli vinnusvæða. Starfsemi í húsnæði ráðuneytisins fer að mestu fram í opnum vinnurýmum.