Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 876  —  285. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
     Upplýsingafulltrúi er starfandi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Árlegur launakostnaður síðustu tíu ár með launatengdum gjöldum vegna þessarar stöðu er eftirfarandi:

2011 7.359.471
2012 8.574.104
2013 10.343.800
2014 9.561.909
2015 10.293.625
2016 11.174.409
2017 13.081.922
2018 14.107.391
2019 14.310.490
2020 14.895.108

    Að auki er símakostnaður upplýsingafulltrúa greiddur.

     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar eru almennt ekki starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins að Framkvæmdasýslu ríkisins undanskilinni en þar hefur samskiptastjóri verið starfandi frá árinu 2017. Árlegur launakostnaður vegna þess starfs frá árinu 2017 með launatengdum gjöldum og öðrum rekstrarkostnaði er eftirfarandi:

2017 6.970.000
2018 10.390.000
2019 14.010.000
2020 14.890.000