Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 881  —  523. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á hrognkelsum á Íslandsmiðum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á hrognkelsastofninum í lögsögu Íslands frá árinu 1995 og hvaða aðferðum var beitt við rannsóknirnar?
     2.      Hve miklum fjármunum hefur verið varið til rannsóknanna á undanförnum fimm árum?
     3.      Hve mörg stöðugildi sinna slíkum rannsóknum?
     4.      Hvernig er stofnstærðarmat framkvæmt?
     5.      Hver er kostnaðurinn við slíkt stofnstærðarmat í dag?
     6.      Hefur framkvæmd stofnstærðarmats tekið breytingum síðan 1995 og ef svo er, hvernig?
     7.      Hverjar hafa niðurstöður rannsókna á stofnstærð hrognkelsa verið frá árinu 1995?


Skriflegt svar óskast.