Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 882  —  524. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um tekjur og skerðingar ellilífeyrisþega.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu margir ellilífeyrisþegar fengu skertan ellilífeyri og/eða skerta heimilisuppbót á árinu 2020 vegna tekna sem þeir nutu á sama tíma úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, sbr. 16. og 23. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, og 8. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð?
     2.      Hver var heildarfjárhæð skerðingarinnar í krónum talin á árinu 2020?
     3.      Hverjar voru meðalheildartekjur ellilífeyrisþega á árinu 2020 samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um staðgreiðslu skatts á árinu? Átt er við raunverulegar meðalheildartekjur að teknu tilliti til þeirra skerðinga sem kveðið er á um í 23. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, og 8. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð. Einnig er óskað eftir að tilgreint verði miðgildi tekna.
     4.      Hverjar hefðu verið meðalheildartekjur þessara einstaklinga árið 2020 án skerðingar ellilífeyris og heimilisuppbótar vegna tekna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum? Einnig er óskað eftir að tilgreint verði miðgildi tekna.


Skriflegt svar óskast.