Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 887  —  528. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um tryggingavernd nemenda.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


    Í ljósi þess að ýmis dæmi eru um það í iðnnámi að nemendur fái að fara til fyrirtækja utan skólans til að læra á vélar og tækjabúnað sem skólinn hefur ekki yfir að ráða án þess þó að um ráðningarsamband sé að ræða milli nemans og fyrirtækisins, hvernig telur ráðherra best að haga tryggingavernd nemendanna við slíkar aðstæður?