Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 902  —  464. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um fullnustugerðir og skuldaskil einstaklinga 2018–2020.


     1.      Hversu margar fasteignir einstaklinga voru seldar nauðungarsölu árin 2018–2020? Svar óskast sundurliðað eftir árum, mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna.
    Eftirfarandi tölfræði var fengin úr starfskerfum sýslumanna með vélrænni talningu í samstarfi við sýslumannaráð og Þjóðskrá Íslands. Um er að ræða fjölda fasteigna sem voru skráðar í eigu einstaklinga, með skráð málalok „Lokið með afsali“ og lokadagsetninguna yfir árin 2018–2020, sundurliðað eftir mánuðum og embættum. Í töflunni eru ekki birtar upplýsingar um heildarfjölda þeirra nauðungarsölumála sem sýslumannsembættin voru með til meðferðar, enda fyrirspurnin afmörkuð við einstaklinga, fasteignir og fyrrgreind málalok. Þess má geta að mikill meiri hluti nauðungarsölubeiðna er afturkallaður meðan þær eru til umfjöllunar hjá embættunum. Tölfræðin endurspeglar því ekki heildarfjölda þeirra nauðungarsölubeiðna sem sýslumenn voru með til meðferðar yfir fyrrgreint tímabil.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hversu mörg fjárnám voru gerð hjá einstaklingum árin 2018–2020 og hversu mörg þeirra reyndust árangurslaus? Svar óskast sundurliðað eftir árum, mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna.
    Eftirfarandi tölfræði var fengin úr starfskerfum sýslumanna með vélrænni talningu í samstarfi við sýslumannaráð og Þjóðskrá Íslands. Um er að ræða fjölda fjárnámsbeiðna hjá einstaklingum, með skráð málalok „Árangurslaust“ og tegund eign sem fjárnám var gert í, með skráða lokadagsetningu yfir árin 2018–2020. Tölfræðin er sundurliðuð eftir mánuðum og embættum. Í töflunni eru ekki birtar upplýsingar um fjölda þeirra fjárnámsmála sem sýslumannsembættin voru með til meðferðar, enda er fyrirspurnin afmörkuð við einstaklinga og málalokin fjárnám og árangurslaust. Tölfræðin endurspeglar því ekki heildarfjölda þeirra fjárnámsbeiðna sem sýslumenn höfðu til umfjöllunar yfir fyrrgreint tímabil.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.








Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Bú hversu margra einstaklinga voru tekin til gjaldþrotaskipta árin 2018–2020? Svar óskast sundurliðað eftir árum, mánuðum, dómstólum og umdæmum þeirra.
    Samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslunni voru bú 778 einstaklinga tekin til gjaldþrotaskipta árin 2018–2020, sbr. meðfylgjandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.