Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 913  —  546. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um prófessorsstöðu Jóns Sigurðssonar.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hefur verið metið hvaða árangri prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta hefur skilað miðað við þau markmið sem sett voru í þingsályktun nr. 44/139?
     2.      Hvenær var prófessorsstaðan auglýst síðast? Hvenær verður hún auglýst næst?