Ferill 547. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 914  —  547. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hve margir fengu lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði í hverjum eftirtalinna flokka árin 2019 og 2020 og hvert var kynjahlutfallið:
     a.      foreldri í 50–100% starfi,
     b.      foreldri í 25–49% starfi,
     c.      foreldri í fullu námi,
     d.      foreldri utan vinnumarkaðar,
     e.      foreldrar sem fengu engar greiðslur, umsókn hafnað?


Skriflegt svar óskast.