Ferill 548. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 915  —  548. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fjölda lögreglumanna 1. febrúar 2021.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hversu margir lögreglumenn störfuðu við hvert lögregluembætti 1. febrúar 2021? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda fullmenntaðra lögreglumanna, fjölda afleysingafólks í lögreglu og fjölda héraðslögreglumanna.
     2.      Hver var fjöldi ársverka hvers lögregluembættis 1. febrúar 2021?
     3.      Hver var heildarkostnaður hvers lögregluembættis við stöðugildi lögreglumanns 1. febrúar 2021?
     4.      Hversu margir rannsóknarlögreglumenn störfuðu við hvert lögregluembætti 1. febrúar 2021?


Skriflegt svar óskast.