Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 918  —  551. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um heimilisuppbót og sérstaka uppbót almannatrygginga og aldurstakmörk námsmanna.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar, sem fá greiðslur almannatrygginga vegna örorku, missa árlega heimilisuppbót eða sérstaka uppbót, sbr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, vegna ungmenna á framfæri þeirra sem hafa ekki lokið framhaldsskólanámi og eru áfram í virku námi en uppfylla ekki lengur aldursskilyrði 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri, nr. 1200/2018?
     2.      Hversu háar heildarupphæðir árlega er um að ræða að falli niður hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna þessa?
     3.      Hefur ráðuneytið upplýsingar um stöðu þessara ungmenna innan námskerfisins? Hafa komið upp vísbendingar að þessi ungmenni flosni upp úr námi vegna erfiðleika fjölskyldna þeirra við að styðja þau í kjölfar þess að uppbæturnar falla niður?
     4.      Hefur ráðuneytið verið í samstarfi við menntamálayfirvöld vegna þessara ungmenna?
     5.      Telur ráðherra rétt að endurskoða lög og reglugerðir með það fyrir augum að tryggja stuðning við þessar fjölskyldur og einstaklinga þannig að þau njóti áfram stuðnings þar til ungmennin ljúka námi í framhaldsskóla?


Skriflegt svar óskast.