Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 919  —  552. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um ábyrgð nemendafélaga.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Telur ráðherra eðlilegt að margir skólastjórnendur framhaldsskóla túlki ábyrgð skólans á nemendafélögum, sbr. 39. gr. laga um framhaldsskóla, þannig að þeir hafa tekið fjárráðin af nemendafélögunum og neitað að veita þeim prókúru að fé sem aflað er með valkvæðum félagsgjöldum?
     2.      Telur ráðherra þörf á lagabreytingu til að auka sjálfstæði nemendafélaga gagnvart skólum og til að tryggja að fjárráð félaganna séu í höndum stjórnenda þeirra hverju sinni en áfram háð eftirliti skólans og renna þannig styrkari stoðum undir lýðræðislega þátttöku ungs fólks með því að fela þeim ábyrgð og traust í lögum?


Skriflegt svar óskast.