Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 954  —  566. mál.
Leiðréttur texti.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Telur ráðherra mikilvægt að hækka endurgreiðslur til kvikmyndagerðar í samræmi við það sem fram kom í máli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í nóvember 2020 um að mikil tækifæri væru falin í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu og hækka endurgreiðslur af framleiðslukostnaði í 35%?
     2.      Áformar ráðherra að beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar verði hækkaðar nú þegar, til að koma í veg fyrir að stór verkefni tapist til annarra landa?
     3.      Hyggst ráðherra, í samræmi við nýja kvikmyndastefnu, styðja við erlend kvikmyndaverkefni hér á landi, sem gætu skapað ný störf og verðmæti fyrir ríkissjóð á stuttum tíma, ekki síst í ljósi þess að ferðaþjónusta er í lamasessi vegna COVID-19 og atvinnuleysi eykst enn með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð?