Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 955  —  567. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um útskrifaða nemendur úr diplómanámi í lögreglufræðum.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hversu margir þeirra sem útskrifuðust úr diplómanámi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri á árunum 2018 til og með 2020 voru við lögreglustörf 1. febrúar 2021? Hversu margir þeirra höfðu verið skipaðir og hversu margir ráðnir? Hjá hvaða lögregluembættum störfuðu þeir?
     2.      Hvert er hlutfall kvenna í útskriftarárgöngunum þremur og hvert er hlutfall kvenna meðal þeirra útskriftarnema sem hafa verið skipaðir eða ráðnir miðað við 1. febrúar 2021?
     3.      Hversu margir stunda nú nám til BA-prófs í lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri og hversu margir hafa lokið náminu, sundurliðað eftir kyni?


Skriflegt svar óskast.