Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 969  —  571. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um sölu á upprunaábyrgðum raforku.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hversu margar upprunaábyrgðir raforku hafa íslensk orkufyrirtæki selt árlega frá og með árinu 2018 og hvert er heildarverðmæti seldra upprunaábyrgða, annars vegar úr landi og hins vegar innan lands (afskráðar upprunaábyrgðir) árlega frá 2018?
     2.      Hvaða orkufyrirtæki voru seljendur og hverjir kaupendur upprunaábyrgða raforku og á hvaða verðbili var söluverð upprunaábyrgða árlega frá 2018?
     3.      Hafa stórnotendur raforku innan lands keypt upprunaábyrgðir raforku af íslensku orkufyrirtækjunum? Ef svo er, í hvaða magni og á hvaða verði?
     4.      Er það enn skoðun ráðherra að verð á upprunaábyrgðum hafi ekki haft áhrif á raforkuverð innan lands, sbr. svar ráðherra við fyrirspurn um sama efni á 149. þingi (326. mál á þskj. 1363)? Hvernig rökstyður ráðherra skoðun sína?
     5.      Telur ráðherra að sú staðreynd að íslensk orkufyrirtæki selji upprunaábyrgðir úr landi gæti mögulega skaðað orðspor landsins út á við sem framleiðanda á umhverfisvænni orku?


Skriflegt svar óskast.