Ferill 11. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 989  —  11. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, GuðmT, BjG, BÁ, KÞ, SilG, SÞÁ, ÞorbG).


     1.      Við 3. mgr. b-liðar 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samningur um skipta búsetu barns fellur jafnframt úr gildi við flutning annars foreldris úr landi.
     2.      Efnismálsliður b-liðar 8. gr. orðist svo: Eftir atvikum skal gefa barni kost á að tjá sig við sáttameðferð og taka skal tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.
     3.      Efnismálsliður 13. gr. orðist svo: Gefa skal barni kost á að tjá sig um mál og taka skal tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.
     4.      Á eftir 14. gr. komi ný grein, svohljóðandi: Í stað tilvísunarinnar „3.–5. mgr.“ í 2. mgr. 46. gr. a og 2. mgr. 46. gr. b laganna kemur: 3.–6. mgr.
     5.      18. gr. orðist svo:
                  1. mgr. 51. gr. a laganna orðast svo:
                  Ef barn á fasta búsetu hjá öðru foreldra sinna sem fara sameiginlega með forsjá þess og foreldra greinir á um utanlandsferð barns úrskurðar sýslumaður, að kröfu foreldris, um rétt til að fara í ferðalag með barn úr landi.
     6.      Við 3. mgr. efnisgreinar 22. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Foreldrar geta einnig gert sátt fyrir dómi um greiðslu meðlags.
     7.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skiptingu framfærslukostnaðar“ í efnismálslið a-liðar komi: framfærslu.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, b-liður, svohljóðandi: Orðið „þó“ í 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     8.      Á eftir 27. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  64. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Breyting á samningi eða dómsátt um meðlag eða um skiptingu framfærslu.

                  Ef barn á fasta búsetu hjá öðru foreldra sinna getur sýslumaður með úrskurði um meðlag breytt samningi foreldra um skiptingu kostnaðar vegna framfærslu barns eða um greiðslu meðlags, sbr. 55. gr., eða dómsátt, ef rökstudd krafa kemur fram um það, ef:
              a.      aðstæður hafa breyst verulega,
              b.      samningur eða dómsátt gengur í berhögg við þarfir barns eða
              c.      samningur eða dómsátt er ekki í samræmi við fjárhagsstöðu foreldra.
                  Þegar krafist er breytinga á samningi um framfærslu barns eða meðlag, eða dómsátt, verður meðlag ekki ákvarðað lengra aftur í tímann en frá því að krafa var sett fram nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess.
     9.      Í stað orðsins „leiðbeiningarreglum“ í c-lið 2. efnismgr. 28. gr. komi: leiðbeiningum.
     10.      Á eftir 28. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ákvæði barnalaga og framkvæmd þeirra skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá samþykkt laga þessara. Ráðherra skal kynna niðurstöður endurskoðunarinnar eigi síðar en á haustþingi 2024.
     11.      Við 30. gr.
                  a.      Í stað 2. efnismálsl. b-liðar 5. tölul. komi tveir nýir málsliðir: Samningur um skipta búsetu barns fellur úr gildi við flutning annars foreldris úr landi. Þegar um skipta búsetu barns er að ræða samkvæmt ákvæðum barnalaga er hvorki unnt að flytja lögheimili né búsetuheimili barns úr landi.
                  b.      Efnismálsliður 6. tölul. orðist svo: Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr töluliður, sem verður 13. tölul., svohljóðandi: búsetuheimili.
                  c.      Í stað orðsins „aldurs“ í b-lið 7. tölul. komi: aldur.
                  d.      Við síðari efnismálslið b-liðar 7. tölul. bætist: miðað við framangreindar aðstæður hjá hvoru þeirra um sig.
                  e.      Í stað orðanna „þar sem barn á skráð lögheimili“ í e-lið 7. tölul. komi: sem barn á skráð lögheimili hjá.