Ferill 11. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 990  —  11. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Guðmundi Andra Thorssyni og Kötlu Hólm Þórhildardóttur.


    Við 30. gr.
     a.      Við 2. tölul. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi framfærendur gert samkomulag um skipta búsetu samkvæmt barnalögum er heimilt að greiða helming umönnunargreiðslna til hvors þeirra.
     b.      Við bætist tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                  10.      Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018: Á eftir 1. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Barn í skiptri búsetu samkvæmt barnalögum hefur rétt á sömu þjónustu á lögheimili og búsetuheimili.
                  11.      Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991: Við 13. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                         Sé barn í skiptri búsetu samkvæmt barnalögum en lögheimili og búsetuheimili þess hvort í sínu sveitarfélagi skal það hafa rétt til þjónustu eða aðstoðar í báðum sveitarfélögum ef skilyrði laga þessara eru að öðru leyti uppfyllt.