Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1007  —  593. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga um rannsóknir á lífsýnum erlendis.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir samningar um rannsóknir á lífsýnum í tengslum við heilbrigðisþjónustu hafa verið gerðir við einkaaðila eða opinberar aðila
                  a.      á Norðurlöndum,
                  b.      í öðrum EES-ríkjum,
                  c.      í öðrum ríkjum en greinir í a- og b-lið?
     2.      Hvaða fjárhæðir eru undir í þessum samningum? Óskað er eftir sundurliðun eftir því hvort samningar eru við einkaaðila eða opinbera aðila og sundurliðun eftir ríkjum, sbr. 1. tölul.
     3.      Er til áætlun um flutning slíkra rannsókna til Íslands?


Skriflegt svar óskast.