Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1008  —  594. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kostnað embættis ríkislögmanns vegna máls gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

    Hver var kostnaður embættis ríkislögmanns við lögfræðiálit, málsvörn og málflutning Íslands vegna máls Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu? Svar óskast sundurliðað annars vegar eftir kostnaði við vinnu starfsmanna embættisins í formi vinnustunda og hins vegar kostnaði við aðkeypta þjónustu embættisins vegna lögfræðiálita, undirbúnings fyrir málsvörn og málflutningsins sjálfs. Þá óskast aðkeypt ráðgjöf og sérfræðiþjónusta ráðuneytisins sjálfs sundurliðuð, þ.e. þær rúmu 36 millj. kr. sem koma fram í i-lið svars ráðherra á þskj. 925.


Skriflegt svar óskast.