Ferill 508. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1012  —  508. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úrelt lög).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hildi Dungal frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Nefndinni barst umsögn um málið frá Viðskiptaráði Íslands. Með frumvarpinu er lagt til að á þriðja tug laga sem ekki lengur eiga við eða lokið hafa hlutverki sínu verði felld úr gildi. Um mat á áhrifum segir í greinargerð frumvarpsins að samþykkt þess hefði þau áhrif að auka skýrleika lagasafnsins að því er varðar lög á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í umsögn Viðskiptaráðs er framlagningu frumvarpsins fagnað og hvatt til þess að víðar verði gripið til slíkrar lagahreinsunar. Nefndin telur jákvætt að ráðherra leggi sig fram um að auka skýrleika lagasafnsins með þessum hætti og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson og Líneik Anna Sævarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifa undir álit þetta með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
    Sara Elísa Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 11. mars 2021.

Bergþór Ólason,
form., frsm.
Ari Trausti Guðmundsson. Guðjón S. Brjánsson.
Hanna Katrín Friðriksson. Jón Gunnarsson. Karl Gauti Hjaltason.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Líneik Anna Sævarsdóttir. Vilhjálmur Árnason.