Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1018  —  598. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðilaskipti í rekstri hjúkrunarheimila.

Frá Páli Magnússyni.


     1.      Hvers vegna hefur heilbrigðisráðuneytið gefið Vestmannaeyjabæ og Fjarðabyggð fyrirmæli um að segja upp yfir 100 starfsmönnum í tengslum við aðilaskipti í rekstri hjúkrunarheimila í þessum sveitarfélögum?
     2.      Hvers vegna var ákveðið að láta lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002, ekki gilda í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð í ljósi þess að lögin voru látin gilda um sambærilegar tilfærslur á Akureyri og Höfn í Hornafirði?
     3.      Telur ráðherra að hægt hefði verið að ganga fram með mildari hætti við þessi aðilaskipti í stað þess að grípa til hópuppsagna á landsbyggðinni hjá þessari dæmigerðu kvennastétt sem vinnur við umönnun okkar viðkvæmustu einstaklinga?