Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1027  —  601. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um íslenskunám innflytjenda.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hversu margar menntastofnanir og símenntunarmiðstöðvar bjóða upp á íslenskunám fyrir fullorðna innflytjendur, flokkað eftir tegund menntastofnana og svæðum?
     2.      Hvaða menntunarkröfur eru gerðar til kennara sem sinna íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur?
     3.      Hver er skipting kennara eftir kynjum?
     4.      Hversu margir innflytjendur hafa nýtt sér námið síðastliðin fjögur ár, sundurliðað eftir kyni, aldri (18–24, 25–35 og 36–50 ára) og landsvæðum?


Skriflegt svar óskast.