Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1050  —  542. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur um komu flóttafólks frá Grikklandi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Liggur fyrir hvenær flóttafólkið, sem ríkisstjórn Íslands samþykkti í lok september 2020 að taka á móti frá Lesbos á Grikklandi og bjó áður í flóttamannabúðunum Moria sem eyðilögðust í eldsvoða, sé væntanlegt til landsins?

    Íslensk stjórnvöld hafa verið í samskiptum við bæði Evrópusambandið og grísk stjórnvöld vegna móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi. Grísk stjórnvöld hafa sent inn beiðni um að tekið verði á móti 15 einstaklingum, barnafjölskyldum frá Sýrlandi, og er Útlendingastofnun nú að vinna í því í samráði við grísk stjórnvöld að staðfesta uppruna einstaklinganna. Þegar sú staðfesting liggur fyrir verður hafist handa við að undirbúa fjölskyldurnar undir flutning til Íslands í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, IOM.