Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1055  —  610. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um rafmyntir.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um rafmyntir á Íslandi?
     2.      Hverjar eru helstu áskoranir, ef einhverjar, varðandi skattframkvæmd og skatteftirlit þegar að rafmyntum og sýndareyri kemur?
     3.      Fylgist ráðuneytið með umræðu hjá öðrum þjóðum og sömuleiðis alþjóðasamtökum og stofnunum eins og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, ESB og AGS um rafmyntir og bálkakeðjur?
     4.      Telur ráðherra að rafmyntir og iðnaður í tengslum við þær feli í sér tækifæri fyrir íslenskt samfélag og ef svo er, hvers konar tækifæri?
     5.      Telur ráðherra að bálkakeðjutæknin geti nýst hinu opinbera á vegferð sinni til rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu?


Skriflegt svar óskast.