Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1056  —  611. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um mat á árangri af sóttvarnaaðgerðum.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Er metinn árangur af mismunandi sóttvarnaaðgerðum, þ.e. af því að hefta útbreiðslu kórónuveiru annars vegar og að minnka skaðsemi hennar hins vegar, og ef svo er, hvernig fer það mat fram?
     2.      Hvaða ályktanir má draga af fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum um árangur einstakra aðgerða?
     3.      Hvaða áhrif hafa upplýsingar um árangur einstakra sóttvarnaaðgerða haft á ákvarðanir um frekari aðgerðir? Að hve miklu leyti er horft til fenginnar reynslu þegar teknar eru ákvarðanir um nýjar aðgerðir?
     4.      Að hve miklu leyti byggjast ákvarðanir um sóttvarnaaðgerðir á gögnum frá erlendum stofnunum á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og Sóttvarnastofnun Evrópu annars vegar og á reynslu af aðgerðum innan lands hins vegar?
     5.      Skortir mannafla og/eða fjármagn til að stunda innlenda gagnaöflun og rannsóknir á gagnsemi sóttvarnaaðgerða?


Skriflegt svar óskast.