Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1072  —  617. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um dóma Landsréttar í ofbeldismálum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hver var fjöldi dóma Landsréttar í ofbeldismálum (líkamsárásir og manndráp) árin 2018– 2020, sundurliðað eftir því hvort:
     a.      fyrri dómur var staðfestur,
     b.      fyrri dómi var breytt, og þá hvort það var til þyngri eða vægari refsingar,
     c.      fyrri dómi var snúið, og þá hvort sakfellingu var snúið í sýknu eða sýknu snúið í sakfellingu,
     d.      um ómerkingu, frávísun eða niðurfellingu var að ræða?
    Svör óskast einnig sundurliðuð eftir árum og þeim lagagreinum sem brot varðar í dómunum.


Skriflegt svar óskast.