Ferill 618. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1073  —  618. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjármögnun á styttingu vinnuvikunnar.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur nægilegt fjármagn verið tryggt til að hefja styttingu vinnuviku vaktavinnufólks hjá hinu opinbera?
     2.      Hefur ráðherra upplýsingar um hversu mörg stöðugildi þarf að ráða í hjá hinu opinbera í kjölfar þessara skipulagsbreytinga? Hverjar eru þær?