Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1075  —  620. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnaðarþátttöku hjálpartækja til útivistar og tómstunda.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra gagnvart því að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að styðja við möguleika fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til að stunda útivist með því að fella undir kostnaðarþátttöku önnur hjálpartæki sem nýtast sérstaklega til tómstunda og hreyfingar?
     3.      Kemur til greina að miða úthlutun slíkra hjálpartækja við færni í stað þess að láta greiningu einstaklings ráða för?