Ferill 621. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1076  —  621. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um starfsemi Úrvinnslusjóðs.

Frá Jóni Gunnarssyni.


     1.      Tryggir Úrvinnslusjóður í starfsemi sinni jafnræði milli innlendra og erlendra endurvinnslufyrirtækja og hversu margir þeirra sem sjóðurinn greiðir til að endurvinna úrgang eru á Íslandi í samanburði við útlönd?
     2.      Hefur Úrvinnslusjóður aðlagað sig að breyttum áherslum, t.d. ef horft er til tillagna landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs hvað varðar rekjanleika, umhverfisáhrif og endurvinnslu og endurnýtingu sem næst uppruna?
     3.      Eru hráefnismiðlarar sem ekki geta sýnt fram á eigin endurvinnslu viðurkenndir sem ráðstöfunaraðilar hjá Úrvinnslusjóði?
     4.      Er það rétt að flutningsjöfnun Úrvinnslusjóðs miðist við ákveðnar útflutningshafnir og er eitthvað því til fyrirstöðu að breyta þessum greiðslum ef það stuðlar að frekari endurvinnslu hér á landi?


Skriflegt svar óskast.