Ferill 623. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1079  —  623. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um innleiðingu NPA-samninga.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvernig miðar vinnu við að koma á formlegu samkomulagi um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga þann tíma sem eftir er af innleiðingartímabili NPA-samninga, eða til ársloka 2022?
     2.      Hvernig eiga sveitarfélög, að mati ráðherra, að forgangsraða umsækjendum þegar á fjárlögum er gert ráð fyrir 120–130 NPA-samningum til loka árs 2022 og fyrir liggur að sá fjöldi nær ekki að uppfylla þörf á þjónustu? Hvernig hyggst ráðherra mæta einstaklingum sem synjað er um samning á grundvelli skorts á fjármagni? Stendur til að ákveða lágmarks- eða hámarksfjárhæðir NPA-samninga?
     3.      Vill ráðherra að NPA-samningar verði gerðir um þjónustu við börn? Ef svo er, hvernig hyggst hann standa að þeirri vinnu og hvenær yrði það fyrirkomulag komið til framkvæmda? Ef ekki, hvaða ástæður eru fyrir því?
     4.      Hvort stefnir ráðherra að því að NPA-samningar verði til frambúðar á forræði ríkis eða sveitarfélaga?


Skriflegt svar óskast.